Um áhrif æfinga í vatni


Almennt hreystiÞjálfun í vatni er skilgreind sem hreyfing í vatni sem viðheldur og bætir líkamlegt og andlegt þrek. Almenn hreysti felst í fimm mikilvægum þáttum:

  • Þoli hjarta- og æðakerfisins - vöðvastyrk - vöðvaþoli - liðleika  - líkamssamsetningu.

  • Æfingar í vatni fela í sér alla þessa þætti og regluleg hreyfing eflir lífskraftinn og eykur gæði daglegs lífs.

  • Þá eru kostir hreyfingar í vatni ennfremur þeir að með því að draga úr áhrifum þyngdaraflsins minnka verkir og álag á liðamót og er því kjörið fyrir fólk með stoðkerfisálag að æfa í vatni.

  • Vatnið gerir einnig fært að einstaklingsmiða álagið, því að hægt er að nota vatnið til stuðnings hreyfingunni eða til að mynda mótstöðu.

  • Þjálfunin byggist á hreyfistjórn og jafnvægis- og styrktaræfingum.