Æfingarnar

Fólk vill árangur - Fólk leitar að hreyfingu sem minnkar líkamlegann sársauka þeirra og óþægindi - Æfingar sem gefa meiri orku yfir daginn og auka gæði daglegs lífs.

Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar, styrkja bæði loftháða og loftfirrta orkukerfi líkamans þ.e. örva hjarta- og æðakerfið og einnig öndunarkerfið og eru því mjög árangursríkar til að auka loftháða getu (þol). Þær auka einnig styrk, jafnvægi og liðleika og eru sérlega stoðkerfis- og bakvænar og bæta líkamssamsetningu.

Æfingarnar eru byggðar upp á spjall-þjálfun (long slow discance), t.d. hlaup, lotuþjálfun og hraðþjálfun (sprettir).

Ýmist eru æfingarnar framkvæmdar í djúpa enda laugarinnar (vatnið að öxlum) eða grunna endanum, (vatnið við geirvörtur), eða bæði í grunnu og djúpu. Alltaf við skemmtilega hvetjandi tónlist.

Kostirnir við æfingar í vatni eru m.a. þeir að hver sem er getur stundað þær, fólk þarf að finna það álag sem hentar og hlusta á líkamann. Þau sem ekki hafa stundað reglulega hreyfingu byrja rólega, þolið eykst ótrúlega hratt og þá er hægt að ögra sér meira.