Umsagnir

„Besta leikfimi sem ég hef komist í. Helga Guðrún er fábær kennari. Hópurinn sem ég er í er meiriháttar skemmtilegur. Vil ekki missa úr tíma ef mögulegt. Takk fyrir mig Helga mín."
Margrét Kolbeins 

 


„Það besta sem ég hef prófað. Frábær hún Helga og félagsskapurinn ekki síðri."
Jónína Eggertsdóttir





„Þjálfun í vatni hjá Helgu Guðrúnu er alveg stórkostleg. Hún er með mjög fjölbreyttar æfingar, dansar og syngur á bakkanum og hvetur okkur áfram. Mikill fengur fyrir Kópavogsbæ og okkur að hafa svona öflugan starfsmann.
Valborg Elísabet Baldvinsdóttir


„Ég er endurnærð eftir vatnsþjálfunina hjá Helga Guðrún Gunnarsdóttu. Snjókoma og éljagangur og það er bara betra.  Á þessum árstíma er ég nánast fullklædd í lauginni. Í sundbol, síðermabol, skóm og með vel þæfða lopahúfu, hamast ég í vatninu, því það er eins með þessa þjálfun og aðra hreyfingu, þú ræður sjálf(ur) ferðinni. Og það að æfa svona úti og í vatni, í öllum veðrum, er heilandi fyrir sálina. Ég er hamingjusöm, útitekin kona "
Helga Möller

„Alveg meiriháttar hreyfing og skemmtilegt, Helga er alveg frábær, hress og skemmtileg, þannig að maður tekur hressilega á."
Kolbrún Kristinsdóttir

„Ég mæli heilshugar með þrekþjálfun í vatni, þar fann ég loksins fjölina mína hvað hreyfingu varðar. Hún Helga Guðrún þjálfar með húmor og hvatningu að leiðarljósi – og fær jafnvel mestu stirðbusa og antisportista eins og mig til að hafa gaman af hreyfingu! Ekki lítið afrek það."
Margrét Sveinbjörnsdóttir 



„Hreyfing er sama og verkjalyf. Að hreyfa sig mikið og oft er bráðnauðsynlegt og eins og í mínu tilfelli þá er mikil hreyfing á hjóli ótrúlega góð. Þjálfun í vatni er lykilatriði."
Abelína Hulda


„Skemmtilegasta sem ég hef gert, hlakka til í september."
Guðrún Ögmundsdóttir

 

Þessi snillingur er eini íþróttaþjálfarinn sem ég hef haldið út að vera hjá í meira en þrjá mánuði. Sundleikfimin hennar er alveg dásamleg. Ég er búin að vera með í þrjú ár og ætla aldrei að hætta. 
Benti einni vinkonu minni á hana sem ég held að hafi aldrei í lífinu stundað íþróttir og hún er kolfallin fyrir þessum tímum. Guðrún Jónsdóttir