Hattatjútt á aðventu

En það gerði mannskapurinn sem æfir þrek-og þol í vatni í Sundlaug Kópavogs, föstudaginn 16. desember sl.  Það var mikið fjör og fóru iðkendur á kostum í frumlegheitum hvað varðar hattahönnun og hattaval. Meðal ljómandi kolla mátti sjá jólasveinabuxur og lampaskerm úr Góða hirðinum. Veðurguðirnir voru sérlega hliðhollir því það bærðust varla flögg á bakka. 

Fréttafólk á RÚV sá hér gott tækifæri til að hefja skammdegið upp í bjartari tóna og gleðja landsmenn með fréttaskoti af hamingjusömu, glaðværu fólki. Enn er hægt að sjá fréttina í Sarpnum á slóðinni http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20161216 á tímalínunni 22:46.

Skoða myndir