Í heimildamynd um sundlaugar á Íslandi

Hann er stór hópurinn sem æfir reglulega á morgnanna. (Mynd / Jón Karl Helgason)
Hann er stór hópurinn sem æfir reglulega á morgnanna. (Mynd / Jón Karl Helgason)

Myndin fjallar um sundlaugar og sundmenningu á Íslandi fyrr á tímum og í samtímanum. Að sögn Jóns Karls er íslensk sundmenning og hlutverk sundstaða einstök á heimsvísu og hefur ekki verið gerð skil í heimildamynd áður. Markmið myndarinnar er að kynna sundlaugar og sundmenningu á Íslandi fyrr á tímum og í samtímanum.
Fjöldi sundlauga er ótrúlegur og sögurnar eftir því; af hverju voru menn áður fyrr að byggja sundlaugar við erfið skilyrði? Hver var tilgangurinn?
Enn er á lífi fólk, sem stóð að baki uppbyggingu lauganna, sem verður talað við. Hvernig hefur sundmenningin breyst í áranna rás og hvað dregur fólk á sundstaðina?

Það er tilhlökkunarefni að sjá þessa heimildamynd.