VIRK - Starfsendurhæfingarstöð og Ræs ehf. eru í samstarfi, þar sem fólki býðst að velja þrek- og þolþjálfun í vatni hjá ráðgjöfum VIRK til að styrkja líkamlega og andlega heilsu sína. En æfingar í vatni eru sérlega líkamsvænar og kjörnar fyrir fólk með stoðkerfiseinkenni, bakvandamál eða þarf að auka þol hjarta- og æðakerfisins, vöðvaþol auka vöðvastyrk, liðleika og bæta líkamssamsetningu.
„Á vegum VIRK starfa sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfingu sem eru staðsettir hjá stéttarfélögum víða um land. VIRK starfar einnig í nánu samstarfi við stéttarfélög, atvinnurekendur, ýmsa þjónustuaðila í starfsendurhæfingu og stofnanir velferðarkerfisins.
Þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
Til að eiga rétt á þjónustu þarf einstaklingur að vera með vottaðan heilsubrest frá lækni í formi vottorðs eða "Beiðni læknis um þjónustu hjá VIRK"
Tilgangur þjónustu VIRK er að aðstoða fólk við að komast aftur í vinnu. Um er að ræða markvissa ráðgjöf sem snýr að starfsendurhæfingu og krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings. Þjónustan er ferli sem felur í sér greiningu á stöðu og möguleikum eftir verkferlum VIRK.
Þjónusta VIRK er einstaklingum að mestu að kostnaðarlausu."
Tekið af vef VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs
Ræs ehf. fagnar þessu samstarfi.
Hægt er að velja um þrjá hópa sem æfa 2x í viku, kl. 17.15 og kl. 15. Þjálfað er í Sundlaug Kópavogs.