Það hafa komið ný viðmið frá sóttvarnarteymi landsins og eru þau ennþá íþyngjandi fyrir okkur sem æfum í vatni, engar hópamyndanir í sundlaugunum. Við förum okkur hægt í desember og stuðlum þannig að áframhaldandi lágri smittíðni. Núgildandi reglur eru til 12. janúar og það er svo sannarlega okkar von og trú að við getum hafið æfingar á ný að þeim tíma liðnum.
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þakka allar góðu og gefandi samverustundir á árinu, þó þær hefðu mátt vera miklu fleiri. Ég hlakka til að hitta ykkur á á nýja árinu okkar, árinu 2021, og eiga með ykkur uppbyggjandi og gleðiríkar stundir í lauginni.
Jólakveðja frá starfsmanni Ræs,
Helga Guðrún Gunnarsdóttir.