Maraþonæfingar í vatni

Um 20 manns tóku þátt í maraþonæfingunum, sumir voru stutt en aðrir allan tímann. (Ljósmynd / ÆVG).
Um 20 manns tóku þátt í maraþonæfingunum, sumir voru stutt en aðrir allan tímann. (Ljósmynd / ÆVG).

Þetta er í fjórða sinn sem þessi alþjóðlegi maraþondagur í vatni (Aquathon Day) er haldinn samdægurs víða um heim og æ fleiri lönd taka þátt, og vex fjöldi þátttakenda að sama skapi. Nú tók Ísland þátt í fyrsta skipti undir leiðsögn Helgu Guðrúnar Gunnarsdóttur íþrótta- og heilsufræðings en hún sér um þjálfun í vatni í Sundlaug Kópavogs.

Næsti maraþondagur í vatni (Aquathon Day) verður 11. nóvember nk., og aldrei að vita nema fleiri íslenskir þjálfarar bjóði sínum iðkendum upp á þessa skemmtilegu tilbreytingu.