Morgunhópurinn í bakgrunni á afmælistónleikum Ólafs Hauks

Á tónleikunum eru hin sígildu lög Ólafs Hauks flutt í nýjum búningi og veislustjórarnir Halli og Gói halda uppi fjörinu í fötum af vinum sínum, þeim Hatti og Fatti. Komið var á sundlaugarbakkann í morguntímanum og "skotið" á æfingu sem notuð var sem bakgrunnur í einu laganna, Sundferð. Myndbandið var tekið í morguntímanum þar sem mikil gleði og ákefð ríkir að jafnaði. Hægt er að sjá þáttinn slóðinni http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/eniga-meniga-afmaelistonleikar-olafs-hauks/25887?ep=7ms2nh á tímalínunni 0:15:46