Nýir morguntímar

Þjálfun á lágri ákefð verður tvisvar sinnum í viku, þriðjudaga og föstudaga.
Þjálfun á lágri ákefð verður tvisvar sinnum í viku, þriðjudaga og föstudaga.

Þjálfun í vatni er gríðarlega vinsæl Í Sundlaug Kópavogs (Rútstúni) og kemur fjöldi fólks saman kl. 9.30 þrisvar sinnum í viku til að halda sér í góðu líkamlegu og andlegu ástandi og leggja þannig lóð á vogarskálar síns heilbrigðis.

Ef margir hreyfa vatn margfaldst mótstaða þess og þyngdin eykst. Til að koma til móts við fólk sem þarf og vill minni ákefð hefur Kópavogsbær ákveðið að bæta við tveimur tímum í viku með minni ákefð (þyngd) og verða þeir í boði á þriðjudögum og föstudögum kl. 10.30. Hér gefst gott tækifæri til að hefja lífsstílsbreytingu og taka markvissa hreyfingu inní dagskránna. Áfram verður lögð áhersla á æfingar utandyra, þó með þeim fyrirvara að veðrið sé skaplegt, þá eru æfingar í innilauginni. Tónlist og gleði verða sem fyrr ríkur þáttur í þjálfuninni. Þjálfað er í 45 mínútur líkt og í hinum tímunum. Þjálfari er Helga Guðrún Gunnarsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur. Öll velkomin !