Skráning á haustnámskeiðin er hafin

Halló konur og karlar. Viljið þið mjúka og öfluga uppbyggingu ? Þá eru æfingar í vatni lausnin: þær auka liðleika, styrkja þungberandi liði, bak- og kviðvöðva, auka skilvirkni hjartans, auka vöðvajafnvægi og líkamsstöðu. Æfingarnar eru fyrir alla, á öllum styrkleikastigum. Eiginleikar vatns styðja við allar hreyfingar og flýta fyrir endurheimt.  Til að auka mótstöðu eru ýmis tæki notuð m.a. flotvesti, hanskar, lóð, fótaspaðar og núðlur. Ný námskeið hefjast í Sundlaug Kópavogs 3. september. Um er að ræða fjóra hópa sem æfa 2x í viku, kl. 15, 17 og 18.
Aðstaðan er eins og best verður á kosið í fallegu umhverfi þar sem ein stærsta og fallegasta sundlaug landsins er staðsett. Takmarkaður iðkendafjöldi. Skráning á vefsíðunni undir flipanum þjónusta.

 

Skráning