Skriðsundsnámskeið í september 2023

Skriðsund er tæknisund sem tekur nánast á öllum vöðvum líkamans og er því kjörin líkamsrækt. Grunnur að góðu skriðsundi er rétt tækni.  

Næsta námskeið byrjar mánudaginn 4. september, ef næg þátttaka fæst.

Þátttökufjöldi er takmarkaður og miðast við 10 manns.

Staður: Sundlaug Kópavogs.
Tími: Mánudagur og fimmtudagur klukkan 9.00-9.50.

Lengd: 8 skipti.
Búnaður: Sundgleraugu og sundfit (ekki nauðsynleg en metið hverju sinni).

Verð: 20.000. 
Aðgangur að sundlaug innifalinn.

Þjálfari: Helga Guðrún Gunnarsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur.

Skráning og nánari upplýsingar í skilaboðum á fésbók, í tölvupósti á netfangið raesehf@gmail.com og í síma 6963349.