Upptaka fyrir heimildamynd um Sundlaugar á Íslandi

Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður vinnur að heimildamynd um Sundlaugar á Íslandi.
Hinn fjölmenni hópur, Morguntjúttarar, verður þess heiðurs aðnjótandi að vera þátttakendur í þeirri mynd og í lok nóvember 2021 var bætt við nokkrum klippum sem teknar voru úr dróna.
Morguntjúttarara æfa í Sundlaug Kópavogs þrisvar sinnum í viku og er þátttaka gríðaralega góð. Æfingar þessar eru liður í lýðheilsuverkefni Kópavogsbæjar.