Skráning á vornámskeiðin er hafin

Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar, styrkja bæði loftháða og loftfirrta orkukerfi líkamans þ.e. örva hjarta- og æðakerfið og einnig öndunarkerfið og eru því mjög árangursríkar til að auka loftháða getu (þol). Þær auka einnig styrk, jafnvægi og liðleika og eru sérlega stoðkerfis- og bakvænar og bæta líkamssamsetningu.

Æfingarnar eru byggðar upp á spjall-þjálfun (long slow discance, t.d. róleg hlaup), lotuþjálfun, hraðþjálfun og teygjum.

Kostirnir við æfingar í vatni eru m.a. að einstaklingurinn finnur það álag sem hentar best, því geta allir unnið á sínum forsendum t.d. þeir sem hafa ekki stunda reglulega hreyfingu byrja rólega, þolið eykst smám saman og hægt að ögra sér meira með tímanum.

Farið er rólega af stað en síðan eru mótstöðuaukandi tól tekin í notkun þegar líður á, s.s. núðlur, frauðlóð, hanskar og fótaspaðar, ennfremur eru notuð flotvesti við æfingar í djúpa enda laugarinnar en það gefur fljótt áhrifamikinn árangur, sérlega fyrir bak og þungberandi liði.

Um er að ræða fjóra hópa sem æfa 2x í viku. Takmarkaður fjöldi í hverjum hóp.

Þjálfað er í útisundlauginni.

 

Skráning