Skapaðu jafnvægi í öllum þáttum lífs þíns

Aristoteles

Markþjálfun (coaching) er aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa einstaklingum við að finna sín markmið og upplifa þau. Henni er beitt á viðfangsefni tengd bæði vinnu,  einkalífi og heilsu.

Markþjálfun má gróflega skipta upp í stjórnenda-þjálfun (executive coaching) og lífsþjálfun (life coaching).  Lífsþjálfun er fremur unnið með viðfangsefni tengd einkalífinu, þar með talið heilsu.

Í markþjálfun gefst einstaklingum tækifæri til að skoða sjálfa sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaði með markþjálfa sem til þess hefur hlotið sérstaka þjálfun. Um samtal er að ræða þar sem marksækjandinn velur umræðuefnið en markþjálfinn stýrir samtalinu.

Hvaða hag hafa einstaklingar af markþjálfun? 

Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli. Markþjálfun getur hjálpað einstaklingi að ná betri árangri í lífi og starfi, getur bætt samskipti hvort sem er í vinnu eða einkalífi og aðstoðað einstaklinga við að ná markmiðum sínum og aukinni lífshamingju.​

EINSTAKLINGSMARKÞJÁLFUN

Einstaklingsmarkþjálfun er langtímasamband markþjálfa og marksækjanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, virkri hlustun, frelsi, faglegri nálgun og stuðningi við markmið marksækjanda.

Markþjálfar vinna að því að virkja sköpunargleði einstaklinga, aðstoða þá við að ná betri fókus og hvetja til framkvæmda og árangurs.

Marksækjandinn fær einstakt tækifæri til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og koma auga á fleiri möguleika. Með dyggum stuðningi frá markþjálfa er hægt að móta sína eigin framtíðarsýn og gera hana að veruleika.

Hvað þarf til að verða markþjálfi?

Til að verða markþjálfi þarf einstaklingur að hafa lokið námi í markþjálfun sem viðurkennt er af alþjóðlegum eða evrópskum stöðlum og vera að lágmarki 60 kennslustundir. Þeir einstaklingar sem valið hafa að ganga í Félag markþjálfa á Íslandi hafa allir þá viðurkenningu á bak við sig.

Hvað er góður markþjálfi?

Til að verða góður markþjálfi þarf markþjálfinn að að hafa tileinkað sér aðferðafræði markþjálfunar sem byggir á ákveðinni kjarnahæfni (core competences) og vinna eftir þeim leiðsagnareglum (guiding principles) sem kveðið er á um í faginu. Góður markþjálfi hjálpar marksækjanda að víkka sjóndeildarhringinn, fara út fyrir þægindarammann og koma auga á hvernig hægt er að yfirstíga mögulegar hindranir.

Hvaða viðfangsefni eru hluti af markþjálfun?

Markþjálfun er fyrir þá sem hafa vilja til að vaxa, horfast í augu við sjálfa sig, hvort sem það er til að bæta það sem þarf að bæta, velta upp nýjum möguleikum, fá stuðning í erfiðum ákvörðunum eða einfaldlega að gefa sjálfum sér klapp á bakið fyrir það sem vel er gert. Með markþjálfun fá einstaklingar stuðning frá fólki sem hefur þjálfað sig í að hjálpa öðrum að finna sínar eigin lausnir. Markþjálfinn hefur ekki önnur markmið en þau að hjálpa viðskiptavini. Meðal viðfangsefna í lífsþjálfun má nefna  markmið varðandi peningamál, sambönd og samskipti, barnauppeldi, áhugamál, líkamsrækt eða hvers konar sjálfsþroska.

Efni tekið af heimasíðu markþjálfa á Íslandi

Heilsumarkþjálfun

Undanfarna tvo áratugi hefur heilsumarkþjálfun verið þekkt í Bandaríkjunum og hafa heilsumarkþjálfar verið að störfum í rúmlega 20 ár. Heilsumarkþjálfun hefur einnig rutt sér til rúms hér á landi undanfarinn áratug og vaxandi fjöldi fólks nýtir sér þessa aðferðarfræði  við að ná markmiðum sínum í vaxandi heilsuvitund.

Heilsumarkþjálfi aðstoðar fólk, sem vill bæta heilsu sína og vellíðan, við að taka heilbrigðar og skynsamlegar ákvarðanir til að ná markmiðum sínum og gera viðeigandi breytingar án öfga, boða og banna. Mælingar eru gerðar á líkamsstyrk, liðleika og þoli yfir það tímabil sem óskað er.

Tilgangur minn er að kalla fram það besta og virkja þann innri kraft sem býr í hverjum manni.

 

Stakur tími, 15.000 kr.
Samningur, 5 tímar 67.500 kr.
Mæling á líkamsstyrk, liðleika og þoli: 2.500 kr.

Nánari upplýsingar í síma 6963349