Opið fyrir skráningu á haustnámskeiðin 2024,
sem byrja mánudaginn 2. september.
Sjá stundatöflu. 

_______________________________________________________

Eiginleikar vatns eru ótvíræðir
og henta sérlega vel til þjálfunar. 
Þyngdarleysi líkamans í vatni auðveldar allar hreyfingar
og dregur nánast úr öllu álagi á liði. 

Æfingarnar henta öllum aldurshópum, á öllum getustigum. 
Vatnið styður við þig sértu veikburða
og veitir mótstöðu þegar þú styrkist.

Við erum Sundlaug Kópavogs, útisundlauginni,
því það hressir, bætir og kætir að draga að sér útiloft.  

 

 

Skrá mig

Lesa meira

Umsagnir & ávinningur

 • Ávinningur af þjálfuninni

  Ávinningur af þjálfuninni

  Áhrif af æfingum í vatni eru fjölþætt:  aukinn vöðvastyrkur - aukin afköst hjarta- og æðakerfisins - aukin hreyfigeta vegna minnkandi álags á stoðkerfið - betri líkamssstaða, vegna sterkari kviðvöðva og vöðvajafnvægis - aukinn liðleiki - aukinn kaloríubruni - aukin gæði daglegs lífs.

  Lesa meira
 • Umsagnir

  Umsagnir

  „Ég mæli heilshugar með þrekþjálfun í vatni, þar fann ég loksins fjölina mína hvað hreyfingu varðar. Hún Helga Guðrún þjálfar með húmor og hvatningu að leiðarljósi – og fær jafnvel mestu stirðbusa og antisportista eins og mig til að hafa gaman af hreyfingu! Ekki lítið afrek það."

  Lesa meira
 • Prófaðu að æfa í vatni

  Prófaðu að æfa í vatni

  Einstaklingsmiðuð hópþjálfun í vatni undir leiðsögn íþrótta- og heilsufræðings, þar sem áhersla er lögð á hreyfistjórn, jafnvægi, vöðvastyrk og þol.

  Lesa meira
 • Æfingar utandyra efla hreysti

  Æfingar í vatni er góður valkostur til uppbyggingar fyrir fólk (konur og karla) með stoðkerfiseinkenni, einkenni frá baki eða í ofþyngd, sem langar að komast af stað í heilsurækt, eða þau ykkar sem vilja auka þrek og þol undir berum himni. Rannsókn Gunnþóru Ólafsdóttur staðfestir að það er betra fyrir heilsuna að æfa utandyra en innan. Þar kemur ennfremur fram  „. . . að þó að fólk væri að lenda í slagveðursrigningu og leiðindum, þá samt sem áður hafði það góð áhrif á streituna." Þegar illa viðrar nota iðkendur húfur.

  Lesa meira

Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar