Vatnsþrekið er komið í sumarfrí, fyrr en ætlað var vegna viðgerða á sundlauginni.
Skráning á haustnámskeiðin opnar um miðjan júlí. Sjá stundatöflu.
NÝTT - Boðið er uppá hádegistíma.
_______________________________________________________
Ræs 45+ býður þjálfun í vatni fyrir konur og karla í Sundlaug Kópavogs.
Við erum í útisundlauginni því það hressir, bætir og kætir að draga að sér útiloft.
Eiginleikar vatns eru ótvíræðir og henta sérlega vel til þjálfunar. Þyngdarleysi líkamans í vatni auðveldar allar hreyfingar og dregur nánast úr öllu álagi á liði.
Æfingarnar henta öllum aldurshópum, á öllum getustigum. Vatnið styður við þig sértu veikburða og veitir mótstöðu þegar þú styrkist.
Skrá mig