Fréttir

Helga Guðrún útnefnd „Eldhugi Kópavogs 2022″

Nú á vormánuðum heiðraði Rótarýklúbbur Kópavogs Helgu Guðrúnu Gunnarsdóttur íþrótta- og heilsufræðing og útnefndi „Eldhuga Kópavogs" en það hlýtur hún fyrir frumkvæði sitt og framlag til sundleikfimi í sundlaugum Kópavogs. Í þakkarávarpi hennar kom fram að allt að 140 manns væru í hverjum tíma hjá henni.